Jarðir og fasteignir er vefur á vegum Þjóðskjalasafns Íslands sem miðlar margvíslegum heimildum sem tengjast landareignum og fasteignum.
Fyrst um sinn verður hægt að skoða fjórar tegundir heimilda en þeim mun fjölga þegar fram líða stundir. Markmiðið er einnig að hægt sé að nálgast heimildirnar eftir fleiri en einni leið.
- Kortavefsjá: Hægt er að skoða Íslandskort, þysja inn á tiltekinn stað og ef til eru heimildir sem tengjast staðnum er hægt að smella á heimildina.
- Stafræn endurgerð: Hægt er að skoða frumheimildirnar í stafrænni endurgerð, mynd af skjalinu eða bókinni, og fletta í gegnum hana.
- Uppskrift: Í sumum tilvikum eru aðgengilegar uppskriftir af heimildunum og birtast þær þá samhliða stafrænu endurgerðinni til þess að auðvelda lestur á handskrifuðum skjölum.
- Leit: Hægt er að gera einfalda orðaleit sem leitar í öllum listum (heitum á heimildum) og uppskrifuðum gögnum.
Þessi vefur er byggður á eldri vef sem innihélt tengla á stafrænar endurgerðir heimilda, en nú er stigið það skref að gera miðlunina aðgengilegri fyrir almenning. Vefurinn verður þróaður áfram og bætt við heimildum eftir því sem þær verða aðgengilegar á stafrænu formi.
Starfsfólk Þjóðskjalasafns Íslands þróar vefinn í samstarfi við Pétur Húna Björnsson hjá ad libitum ehf., sem sér um gagnavinnslu og vefun og Evu Hrönn Guðnadóttir hjá Kríu ehf. sem sér um útlitshönnun.
Ef þú hefur ábendingar um vefinn eða athugasemdir bjóðum við þér að senda okkur skilaboð í póstfangið abendingar@skjalasafn.is
© Þjóðskjalasafn Íslands apríl 2025.