Botn í Dýrafirði í Mýrahreppi

Nr. 197,

(Ekki er hægt að opna bók á réttum stað þar sem blaðsíðutal vantar)

Uppskrift
Millum Botns og Dranga deilir Botnsá löndum milli fjalls og fjöru. 
Millum Botns og Lambadals innra eru landamerki úr kletti, efst í fjallinu, er Strengberg nefnist, 
og þaðan beina sjónhending í sjó fram í sömu stefnu, sem kletturinn liggur. 
Þingeyri 26. nóv. 1891 
Eigendur jarðarinnar Botns: 
F. R.Wendel Fyrir N. Chr. Grams verzlun F. R.Wendel 
Steinþór Egilsson. 
Samþykkt: Gísli Oddsson, meiðeignarmaður Innri-Lambadals. 
Guðný Guðmundsdóttir, eigandi Dranga. 
[á spássíu] Innk. 16/12 ´91. 
Borgun: 
Þingl: 0,75 
bók: 0,25 
– ein króna – 
borgað SkTh.
Kort