Múlakot í Reykhólahreppi

Nr. 46,

(Ekki er hægt að opna bók á réttum stað þar sem blaðsíðutal vantar)

Uppskrift
 
(sjá veðmálabók bls. 203.) 
Landamerkjaskrá fyrir kirkjujörðinni Múlakoti og í Reykhólahreppi innan 
Barðastrandarsýslu 
1. Að utanverðu eru landamerki milli Múlakots og Hjalla: Þorgeirsdalsá frá upptökum vatna 
þeirra er í hana renna vestan af Þorskafjarðarheiði 
2. Að utanverðu frá Þorgeirsdalsá minni á jörðin Múlahlíð alla inn með Þorskafirði allt inn 
að Grjótá, og það fram í miðjan Þorskafjörð og miðja Þorskafjarðará allt fram á áðurnefndri 
Grjótá, sem er landamerkjaá milli Múlakotslands og Hvannahlíðar hið neðra, og allt fram að 
Grjótárvatni. 
3. Á fjalli uppi á jörðin Múlakot í hæðst Hvannahlíðarfjalll -fjall og eftir hæstu hryggjum þess 
norður á svonefndan Gafl, þaðan ofan eftir fjallinu á svonefnda heimari Þrepskildi eftir því sem 
vötnum hallar … til Isfirðingagils að norðan og Þorgeirsdals að vestan eftir hæðstu 
Þrepskjöldum norður á fjall. 
Aðrar jarðir eiga engin ítök í Múlakotslandi og Múlakot heldur ekki í öðrum jörðum 
Stað 15 Maí 1885. 
Sem umráðamaður Jóns Jónsson prestur Stað 
Samþykkur Hjallaeigandans vegna Jón Finnsson 
Fyrir Reykhólakirkju samþykkur Bjarni Þórðarsson 
Lesið á manntalsþingi að Berufirði 19 maí 1885 og innfært í landamerkjabók 
Barðastrandarsýslu Ltr. A. súb. Nr. 46. bls. 28 Vottar. A. L. E. Fischer Sýslumaður 
Borgun: 
þinglestr. kr. 75 aur 
Bókun [kr.] 25 [aur] 
kr. 1. – ein króna 
Borgað Fischer.