Uppskrift
Endurrit landamerkjabókar Norður-Múlasýslu.
Landamörk jarðarinnar SETBERGS.
Að framan verður sjónhending úr Brandalækjarós við Lagarfljót yfir Nónás uppá miðjan
Réttarklett, að ofan sjónhending úr Réttarklettsenda fremri austan hallt við Miðsmorgunsvörðu yfir
Kálfafell allt á Miðdegisöxl, að utan sjónhending af Miðdegisöxl yfir Háfalaleiti og Háfa ás utan til í
Forvaðaklett, sem er næsti klettur við Fljótið fram frá Bakkalæk.
Skeggjastöðum, 18. júní 1884
Sigurður Gunnarsson fyrir hönd Áskyrkju.
Jón Ólafsson umráðamaður Setbergs.
Hallgrímur Helgason, bóndi á Birnufelli.
Oddur Jónsson, eigandi Hreiðarstaða.
Lesið fyrir manntalsþingsrétti að Ási hinn 20. júní 1884 og innfært í landamerkjabók Norður-
Múlasýslu, bls. 28.
Einar Thorlacius.