Landamerkjaskrá Kristfjárjarðarinnar Kétilsstaða í Jökulsárhlíð

(Ekki er hægt að opna bók á réttum stað þar sem blaðsíðutal vantar)

Uppskrift
Landamerkjaskrá.
Kristfjárjarðarinnar Kétilsstaða í Jökulsárhlíð.
Á milli Torfastaða og Kétilsstaða eru landamerki þessi
Úr fremri flutningshólma við Jökulsá beina línu í helmingstjörn þaðan í vörðu úr hnausum norðan við
tjörnina og í miðjan Einbúa (sem er eistakt kletthraun í taungunum fyrir ofan ána) svo þver beint á fjall
upp um miðjan Merkishrygg (melhrygg sem liggur upp og ofan fjallið). Alt land austur í Jökulsá út til
sjáfar er eign kristfjárjarðarinnar Kétilsstaða.
Á milli Fagradals og Kétilsstaða eru landamerki þessi
Bjargtaung ræður merki við sjó (Bjargtaug heitir klettahlein er geingur í sjó fram utan við
Langasand en framan við Salteyrar fyrir hleinina má ganga á fjöru frá Bjargtaung liggja mörkin þvert
upp á brún um klettadranga þá er minda dyr á milli sín (frá Bakkagerði að sjá) þaðan liggja mörkin
þvert upp á litlahnúk sem er næsti hnúkur fyrir sunnan Kollumúla þaðan liggja mörkin beina
sjónhending á grjótvörðuhrúgalda vestur á Díafjalli (fjallinu milli Kattárdals og Fagradals) þaðan
beina sjónhending í Jökulsárós þar sem hann fellur í Fagradalsá þaðan ræður Jökulsá mörkum að
upptökum sínum. Báðar jarðirnar Fagridalur og Kétilsstaðir eiga sameiginlega selveiði í selalátrum við
Bjargtaung.
Reka eiga Kétilsstaðir allan um Landsendafjöru og 400 faðma austur á sandinn, frá klettatanga
þeim að mæla, sem er næstur fyrir vestan Fögruhlíðarárós. Ennfremur eiga Ketilsstaðir allan reka frá
Múlahöfn út að landamerkjum.
Ketilsstöðum 2. júlí 1916.
Fyrir Kétilsstaði skrifar hreppsnefndin undir
Magnús Sigbjörnsson, Eiríkur Arngrímsson, Elías Jónsson.
Eigandi Fagradals Sveinn Jónsson.
Eigandi Torfastaða Jón Þorvaldsson, Sigmundur Jónsson.
Þinglesið á Sleðbrjótsmanntalsþingi 20. júlí 1916 og innfært í landamerkjabók Norður-Múlasýslu bls.
174-175
Þinglestursgjald 2. – tvær krónur.
Borgað
Jóh. Jóhannesson
Skrifstofu Norður Múlasýslu d.u.s.
Jóh. Jóhannesson
Rétt eptirrit staðfestur
Magnús Sigbjörnsson oddviti Hlíðarhrepps.