Skjöl um landamerki Jórvíkur

Nr. [bls. án nr.],

(Ekki er hægt að opna bók á réttum stað þar sem blaðsíðutal vantar)

Uppskrift
Bæjarfógeti Seyðisfjarðarkaupstaðar 
Sýslumaður Norður- Múlasýslu 
Seyðisfirði 
29. apríl 1977 
Eftir móttöku bréfs yðar, herra oddviti, dags. 17. þ.m., sendi eg yður hér með ljósrit, sem eg var að 
reyna að gera úr landamerkjabók um landamerki Jórvíkur. 
Rifnað hefir af blaði í bókinni, og er því óljóst, hvað sagt er um Þrætubakka. Úr þessu reyndi eg að 
bæta með því að senda einnig afrit af merkjum Kóreksstaða og af skiptum milli Jórvíkur og 
Jórvíkurhjáleigu. Síðastnefnt skjal hefir þó líklega takmarkað gildi, með því að það er ekki undirritað 
af eiganda Kóreksstaða. 
Ég sé, að þegar byggingarbréf hefir verið gert um Jórvík 1938 er landamerkjalýsing Jórvíkur 
ófullkomin af sömu ástæðum, og hefir bókin rifnað fyrir þann tíma. 
Virðingarfyllst 
Erlendur Björnsson 
Oddviti Hjaltastaðahrepps, 
Rauðholti. 

[bls. án nr.] 
Landamerki Jórvíkur og aðliggjandi jarða: 
1. Milli Jórvíkur og Hjaltastaðar: Úr garðlagi á austari Selfljótsbakka yfir Miðhala og Húsklett beint 
yfir Magnúsarvörðuás, utan undir Kolluhrauni, yfir Miðenni og Lækjardal utanundir Kýrhöfða 
eptir gömlu garðlagi í Sauða[...]namýri að Staðará. 
2. Milli Kóreksstaða og Jórvíkur [...]á út í Selfljót, nema allir Þrætubakkar fylgja [...] austan á. 
3. Milli Klúku og Jórvíkur ræður Selfljót. 
4. Milli Hrollaugsstaða og Jórvíkur ræður Selfljót. 
Björn Þorláksson prestur Hjaltastað. 
Björn Einarsson bóndi Kóreksstöðum 
Þorkell Bjarnason bóndi á Klúku. 
Magnús Jónsson, Magnús Einarsson bændur á Hrollaugsstöðum 
Jórvík 20. júní 1884 
Eiríkur Vilhjálmsson 
Lesið fyrir manntalsþingsrétti að Hjaltastað, 2. júlí 1884 og innfært í landamerkjabók Norður 
Múlasýslu, bls. 51-52 
Eiríkur Thorlacius 
Gjald til landsjóðs: 
a, þinglýsing kr. 0,75 
b, bókun kr. 0,25 
= kr. 1,00 – ein króna. 
ETh. 

[bls. án nr.] 
Landamerki Jórvíkur og aðliggjandi jarða. 
1. Milli Jórvíkur og Hjaltastaðar: Úr garðlagi á austari Selfljótsbakka yfir Miðhala og Húsklett, 
beint yfir Magnúsarvörðuás utan undir Kolluhrauni, yfir Miðenni og Lækjardal utanundir 
Kýrhöfða eptir gömlu garðlagi í Sauða[...]namýri að Staðará. 
2. Milli Kóreksstaða og Jórvíkur [...]á út í Selfljót, nema allir Þrætubakkar fylgja [...] austan á. 
3. Milli Klúku og Jórvíkur ræður Selfljót 
4. Milli Hrollaugsstaða og Jórvíkur ræður Selfljót. 
Björn Þorláksson prestur á Hjaltastað. 
Björn Einarsson bóndi á Kóreksstöðum. 
Þorkell Bjarnason bóndi á Klúku. 
Magnús Jónsson, Magnús Einarsson bændur á Hrollaugsstöðum 
Jórvík 20. júní 1884 
Eiríkur Vilhjálmsson 
Lesið fyrir manntalsþingsrétti að Hjaltastað, 2. júlí 1884 og innfært í landamerkjabók Norður 
Múlasýslu, bls. 51-52 
Einar Thorlacius 
Gjald til landsjóðs: 
a, þinglýsing kr. 0,75 
b, bókun kr. 0,25 
= kr. 1,00 – ein króna. 
ETh. 

[bls. án nr.] 
Endurrit 
úr landamerkjabók Norður-Múlasýslu.