Uppskrift
minni Útdráttur
Útskrift úr dómabók Gullbringu- og Kjósarsýslu
Dómur í landsmerkjamálinu nr. 1/1941
Erlendur Jónsson, eigandi jarðarinnar Mógilsá
gegn
landbúnaðarráðherra f.h. Jarðakaupasjóðs ríkisins, eiganda Kollafjarðar.
Ár 1942, miðviku-daginn 30. sept. var í landamerkjadómi Gullbringu- og Kjósarsýslu, sem
haldinn var að Brautarholti í Kjalarneshreppi af settum sýslumanni Jóh. Gunnari Ólafssyni
sem formanni dómsins með meðdómsmönnunum Ólafi Bjarnasyni og Jónasi Magnussyni,
kveðinn upp dómur í ofangreindu máli, sem dómtekið var 27. apríl 1942.
...
Því dæmist rétt vera:
Landamerki milli Mógilsár og Kollafjarðar skulu vera þessi:
Frá sjó ráði Hvítá, eins og hún rennur til sjávar fyrir sunnan Sandeyri við Kollafjarðarbotn,
upp að malarkambi og gegnum hann, síðan til norður meðfram malarkambinum að
tjörninni, sem áin myndar fyrir austan malarkambinn og síðan eftir farveginum í miðri
tjörninni. Eftir það ráði áin frá því að hún rennur í tjörnina til upptaka og úr því styzta lína í
Esjubrún.
Málskostnað greiði stefndur landbúnaðarráðherra f.h. Jarðakaupasjóðs ríkisins kr.
2.604.75
Dóminum ber að fullnægja innan þriggja sólarhringa frá lögbirtingu hans að viðlagðri
aðför að lögum.
Jóh. Gunnar Olafsson settur
Ólafur Bjarnason
Jónas Magnússon
Rétta útskrift staðfestir
Sýslumaðurinn í Gullbringu- og Kjósarsýslu 1. okt. 1942.
Jóh. Gunnar Ólafsson settur L.S.
Gjald:
Ritlaun kr. 12.00
Stimpilgj. kr. 0.70
kr. 12.70
tólf kr. og sjötíu aurar –
Greitt
J.G.Ó.
Hinn 30. júlí 1945 er skjalið fyrirfram innritað til þinglýsingar á manntalsþingi Kjalarn.hr. Litra
62-77
Gjald:
Oddgeir Magnússon ftr