[Fylgiskjal]

Nr. 269,

(Ekki er hægt að opna bók á réttum stað þar sem blaðsíðutal vantar)

Uppskrift
Landamerkjaskrá 
fyrir leigulandi tilheyrandi jörðinni Hólum, sem lagt hefir verið undir ábúanda 
Breiðumýrar. 
Að vestan ræður Seljadalsá. 
Að norðan er Breiðumýrarland frá Valgerðarhól beina stefnu í hádegisvörðu sem er á 
Breiðumýraroxl. 
Að vestan ræður Langaflag, en úr norðurenda þess ræður bein stefna í 
Breiðumýrarmerki. 
Að sunnan ræður bein stefna úr Langaflagi, gengt garði sem er að austan sem merki mili 
Hóla og Daðastaða og í stóran stein með vörðu á austurbrún Seljadals – og þaðan bein 
stefna austur í Seljadalsá. 
Skógarseli 12. okt. 1935 
Árni Jakobsson 
Samþykkur vegna Breiðumýrar Jónas Snorrason 
Sam.þ vegna Hóla – Haraldur Jakobsson 
Sam.þ. vegna Kvígyndisdals Magnús Magnússon 
Innfært í veðmálabók Þingeyjarsýslu Litr. Y Nr. 275 bls. 275 og þinglýst á manntalsþingi 
1936 Reykdælahr.