[Fylgiskjal]

(Ekki er hægt að opna bók á réttum stað þar sem blaðsíðutal vantar)

Uppskrift
 
Afskript af landamerkjabréfi fyrir Hólseli á Hólsfjöllum, er mun hafa glatazt. 
Að sunnan ræður Vatnsleysa, frá Jökulsá upp að vörðu á Vatnsleysukambi, þaðan til 
norðausturs vestan á Langavatnshöfða í Hrossbeinagýg, þá í Merkiholt á flöt norðvestur 
af Gildruás, þaðan beint í neðri Systir svo beint í há Selás, þaðan beina línu á há 
Fjarðarsundsás, þá beint út Austur Vegg á móts við Fálkaklett, svo beint vestur að sandi 
og þaðan í Syðra Nor[ð]melsfja[ll] við Jökulsá; en hún ræður merkjum að vestan. Úr þessu 
landi fellur melastykki norðaustast í Hólselsmelum. Ræður því að utan bein lína úr syðri 
Fjarðarsundsás enda, svo í vörðu syðst á Miðásenda, þá til suðvesturs í Einbúa og þaðan 
til suðausturs upp utan við svo kallaðan Krubbumel í hól ofan við Hólskýl. Á móti þessu 
stykki fellur til Hólsels mýrarpartur vestan af Engidal 
Ræður þar að austan lína úr miðju Viðarvatnssiki í efri Fossdalsbrún, en mólendi að 
vestan. 
Hólseli 10. apríl 1890 
Vottar: Helgi Guðlaugsson eigandi Hólsels 
Jón Hallgrímsson Sigtryggur Benidiktsson ábúandi Grundarhóls 
Kristín Eiríksdóttir Helga Jónsdóttir eigendur Víðirhóls 
NB. Bjarni Jónsson eigandi Fagradals Björn Kristjánsson eigandi að 2/3 Nýja-Hóls 
Athugasem. 
1. Eigandi að 1/3 úr Nyjaholslandi Sigurður Gunnlaugsson í Ærlækjarseli (vantar nafnið. 
2. Sera Þorleifur á að undirskrifa. 
3. Landspildan sem Holsel fjekk fyrir melstykkið var úr Gamlaholslandi nú = Fagridalur og 
Nýihóll, að fradregnu Hólsseli sem einnig er partur úr Gamlahóli.