[Fylgiskjal]

(Ekki er hægt að opna bók á réttum stað þar sem blaðsíðutal vantar)

Uppskrift
 
Fylgiskjal Hörgsdalslandamerkjaskrár frá 1886 
[Innskot á spássíu] No 2, Framl. í aukarjetti Þingeyjarsyslu 15/7 ´22. Júl Havsteen 
Ár 1886 hinn 3 júli vorum við undskrifaðir; Jón Sigurðsson á Gautlöndum Jón Hinriksson 
á Helluvaði Kristján Jónss[on] á Staung og Jón Einarsson á Jarlstöðum til þess kvaddir að 
skoða landamerki jarðanna Hörgsdals og Hrappstaðasels sem vafi hefur verið á, og segja 
álit vort um hver merki væri eðlilegust og sanngjörnust greindra jarða á milli. 
Framfór skoðunargjörðin nefndan dag í viðurvist eigenda nefndra jarða Jóns bónda 
Arnasonar á Arndýsarstöðum og Árna bónda Flóventssonar á Hörgsdal. 
Fyrst riðum við á og skoðuðum Svartabakka þar sem Lángilækur fellur ofaní svo nefndan 
Hraunlæk er liggur í Laugagróf. Fylgdum við Lángalæk til suðurs allt suður undir 
Illasandsás, hvar hann virðist hverfa, eða hafa upp[tök] sín. Svo riðum við suðvestur að 
svonefndum Eirarlæk, sem haldin hefur verið merkilækur af Hörgsdals mönnum að 
undan förnu. 
Kemur sá lækur langt að sunnan, og nær drag hans suðvestur að Kálfborgará. Hafa 
Hörgsdals menn viljað eiga á ská sunnan vert við Brennitjörn, og í Eirarlæk, en slíkt virtist 
oss eigi sennilegt hvorki eptir afstöðunni, nje eptir hinum framkomnu upplýsingum. 
Síðan riðum við austur undir Brennitjörn, og allt suður að Kálfborgarárósi, hvar komið er 
að Lundarbrekku merkjum. Að öllu þannig athuguðu verður það sameginlegt álit vort, að 
merkin milli nefndra jarða sjeu sanngjörnust og eðlilegust svo sem fylgir. 
Frá Svartabakka ráði Lángilækur suður á móts við ytri enda Illasundsáss. Svo ráði 
Illasundsás það sem hann nær, og bein stefna úr syðri enda hans í Þvergrófarbotn. Svo 
ráði sama stefna til suðurs í Brennumírahala sem liggja spölkorn vestur af Brennitjörn. 
Ráða síðan nefndir halar suður að Lundarbrekku merkjum 
Að uppkveðnu þessu áliti voru tjáðu hlutaðeigendur sig ráðna í að halda þessi merki sem 
óræk landamerki milli jarðanna Hörgsdals og Hrappstaðasels framvegis fyrir alda og 
óborna. – 
Þessu til staðfestu eru vor eigin handar nöfn, á stað, degi og ári sem fyrr segir. 
Jón Sigurðsson Jón Hinriksson 
Kristján Jónsson 
bóndi á Stöng