Uppskrift
No 270. J. 296 Bls. 306
Landamerki Hjalla í Reykjadal
Að norðan, móts við Laugaból, ræður garður frá Reykjadalsá upp í Merkigil og úr því bein
stefna austur að Þverárlandi. Að sunnan, móts Hallbjarnarstöðum, ræður bein stefna frá
Þverármerkjum um miðjan Sjónarhól – sem er stærsti hóllinn norðan við Skjöldumýri –
og um merkiholt og þaðan í Reykjadalsá. Að austan, gegnt Þverá, ræður bein lína af há
Hvitafelli um vestari Skollhól. Að vestan, gegnt Narfastöðum Lyngbrekku Daðastöðum og
Hólum, ræður Reykjadalsá merkjum í miðjum farvegi.
Ritað 10. júni 1937
Arnór Sigurjónsson, fyrrverandi eigandi Hjalla
d 296 306
Reykdælahr. ´37.