Landamerki Helluvaðs í Skútustaðahreppi

Nr. 160,

(Ekki er hægt að opna bók á réttum stað þar sem blaðsíðutal vantar)

Uppskrift
Landamerki Helluvaðs í Skútustaðahreppi 
Að sunnanverðu ræður bein stefna í hávestur frá Marðarvaði í Helluvaðstjörn sunnanverða, þaðan í 
moldarflag vestan í Grófarási og svo eftir sömu stefnu ofan í austurgróf gengt suðurenda Langholts 
hins ytra. Að vestan verðu ræður svo grófin merkjum allt norður í Nónþúfu. Þaðan liggur merkjalínan í 
landnorður í ynnstu upptök Kæfulækjar, ræður svo lækurinn merkjum allt norður í Másvatn. Að 
norðan verðu ræður bein stefna úr Kæfulækjarósi til norðausturs í merkjavörðu, sem stendur vestan í 
Brattáshala, lítið eitt fyrir norðan suðaustur horn Másvatns; þaðan bein stefna í háaustur yfir 
Brattáshala, nyrðzt í Mið-kolluás yfir miðja Leirtjörn, og ofan í Geldingatóftir á Helluvaðsdal. Að 
austan verðu ráða Laxá og Helluvaðsá landamerkjum suður í áðurgreint Marðarvað. 
Einnig liggja undir Helluvað þessar þrjár eyar í Laxá: Hrútey, Lambey og Steinbogaey, og allir þeir 
hólmar, er liggja fyrir heiman téðar eyar, sömuleiðis Kálfshólmi, Kárhólmi, Stökkull og Pokahólmi; 
ennfremur smáhólmar þeir, er liggja næstir Lambey að norðan verðu. 
Helluvaði, 14. Júní 1884. 
Jón Hinriksson, Sigurður Magnússon (eigendur Helluvaðs 
Eg Hálfdán Jóakimsson, eigandi jarðarinnar Brettingsstaða samþykki hérgreind landamerki, að því 
leyti er mér kemur við. 
Grímsstöðum í Apríl 1887. H.J. 
Vegna eignarjarðar minnar Gautlanda og umboðsjarðarinnar Víða í Reykjadal, samþykkist þessi 
landamerkjaskrá. 
Gautlöndum, 18. Maí 1886. 
Jón Sigurðsson. 
Lesið á manntalsþingi að Skútustöðum 15. Júní 1887 og innf. í landamerkjabók Þingeyjarsýslu No 
159. 
B. Sveinsson 
Borgun: Þingl. kr. 0,75 
Bókun kr. 0,25 
kr. 1,00 
Ein króna – B. Sv.