Uppskrift
Landamerki Hörgsdals í Skútustaðahreppi
Að austan móti Gautlöndum, ræður Föxugróf og svo Dýnulækur suður á móts við mitt Jafnafell, en að
norðan verðu skilur Hörgsdals og Laugasels lönd Laugagróf út að Laugalækjarkjafti. Þaðan bein stefna
til vesturs yfir há Jafnafell í Kálfaborgarárós og á Lundarbrekku land að sunnan. Að norðan móts við
Stafnsholt ræður Langilækur frá því hann fellur í Laugagróf og vestur undir Svartabakka. Þá ræður enn
sami lækur til suðurs á móts við norður endann á Illavatni Illasundsás. Þá ræður Illasundsás og bein
stefna úr syðri enda hans í Þvergrófarbotn og svo í Brennumýrar hala, sem liggur spölkorn fyrir vestan
við Brennitjörn. Ráða svo nefndir halar suður að Lundarbrekkumerkjum, og á Hrappstaðasel land að
vestan.
Hörgsdal, 3. Júlí 1886.
Árni Flóventsson (eigandi og ábúandi Hörgsdals)
Sem eigandi og ábúandi Gautlanda er eg samþykkur þessari landamerkjaskrá
Jón Sigurðsson
Sem eigandi Hrappstaðasels er eg samþykkur þessari landamerkjaskrá
Jón Árnason
Sem eigandi Stafnholts er eg samþykkur þessari landamerkjaskrá
Jón Gottskálksson
Sem eigandi og ábúandi Lundarbrekku er eg samþykkur þessari landamerkjaskrá
Jónas Jónsson
Sem ábúandi Laugasels er eg samþykkur þessari landamerkjaskrá
Jóhannes Sigurðsson
Lesið á manntalsþingi að Skútustöðum 15. júní 1887 og innf. í landamerkjabók Þingeyarsýslu No
. 159.
B. Sveinsson.
Borgun: Þingl. kr. 0,75
Bókun kr. 0,25
kr. 1,00
Ein króna – B.Sv.