Landamerki Stafns í Helgastaðahreppi.
Nr. 158,
(Ekki er hægt að opna bók á réttum stað þar sem blaðsíðutal vantar)
Uppskrift
Landamerki Stafns í Helgastaðahreppi. Að austan ræður Reykjadalsá á Laugatungu, en þaðan Langagróf suður að Kúanesi (Grænanesi). Að sunnan ræður stefna frá vörðu á vesturbakka Laugagrófar gegnt Kúanesi beint vestur að tungusporðinum þar sem Kamarlækir koma saman, norðaustan af Brenniási. Að vestan ræður Kamarlækur og Seljadalsá. Að norðan ræður Rauðslækur, og frá vörðu við Rauðslækjarbotn bein stefna sýnd með nokkrum vörðum austur yfir Narfastaðafell í efri enda Merkigarðs, sem svo ræður til Reykjadalsár. Stafni í Reykjadal, 15. Október 1886. Tómas Sigurðsson (eig. og ábúandi) Vegna þjóðjarðarinnar Víða samþykkist þessi landamerkjaskrá. Jón Sigurðsson Jón Árnason (eigandi Arndísarstaða) Að því er kemur til merkja milli Stafns og Helgastaðakirkjujarðar Laugasels samþykkist þessi merkjalýsing. B. Kristjánsson settur prófastur. Jón Gottskálksson (eigandi hjáleigunnar Stafnsholts). Að því er kemur til landamerkja milli Stafns og Narfastaða samþykkja undirskrifaðir eigendur Narfastaða þessa skrá. Aðalgeir Davíðsson, Herdís Ólafsdóttir. Lesið á manntalsþingi að Helgastöðum 14. júní 1887 og innf. í landamerkjabók Þingeyarsýslu No . 158. B. Sveinsson. Borgun: Þingl. kr. 0,75 Bókun kr. 0,25 kr. 1,00 Ein króna – B.Sv.