Landamerki Lundarbrekku í Ljósavatnshreppi.

(Ekki er hægt að opna bók á réttum stað þar sem blaðsíðutal vantar)

Uppskrift
Landamerki Lundarbrekku í Ljósavatnshreppi. 
Að sunnanverðu móti Bjarnastöðum ræður bein stefna úr Merkihólma í Skjálfandafljóti austur í 
merkistein á sunnanverðu Steinfelli, og þaðan ræður sama stefna í Stórulág hvar merkivarða verður 
sett, og svo enn sama stefna austur í þá merkjalínu, sem skilur lönd Bárðardals og Mývatnssveitar. Að 
austan móti Gautlöndum ræður bein stefna til norðurs frá Bjarnapolli í Dýnuholt, sem liggja 
austarlega í Dýnu utan undir Bárðardalsvegi, og síðan Dýnulækur út á móts við mitt Jafnafell. Að 
norðan verðu móti Sigurðarstöðum, ræður merkilækur til austurs frá Skjálfandafljóti upp undir 
Sandvíkurás. Úr botni nefnds lækjar í vorðu, sem stendur á há Sandvíkurás, og þaðan í lág, sem liggur 
austan á ásnum lítið eitt sunnar en miðja vegu milli Sigurðarstaðasels og Merkitjarnar, og svo sama 
stefna til austurs í norðvestur horn Kálfborgarárvatns, skamt vestan við Kálfborgarárós. Austan við 
Kálfborgará tekur við Hörgsdalsland og eru merkin þessi: Bein stefna til austurs úr Kálfborgarárósi 
austur yfir Há-Jafnafell og í Dýnulæk, sem skilur lönd Hörgsdals og Gautlanda. Að vestan ræður 
Skjálfandafljót í miðjan farveg. 
Lundarbrekku, 14. Maí 1887. 
Jónas Jónsson. 
Sem umboðsmaður landssjóðsjarðarinnar Bjarnarstaða samþykki eg þessa landamerkjaskrá. 
Jón Sigurðsson 
Sem eigandi Hörgsdals er eg samþykkur þessari landamerkjaskrá. Árni Flóventsson 
Sem eigandi og ábúandi Baldursheims Sigurður Jónsson 
Sem eigandi og ábúandi Sigurðarstaða Andrés Andrésson 
Sem eigandi og ábúandi Gautlanda Jón Sigurðsson 
Lesið á manntalsþingi að Ljósavatni 13. júní 1887 og innf. í landamerkjabók Þingeyarsýslu No 
. 156 
B. Sveinsson 
Borgun: Þingl. kr. 0,75 
Bókun kr. 0,25 
kr. 1,00 – Ein króna – B.Sv.