Landamerki Yztafells í Ljósavatnshreppi.

(Ekki er hægt að opna bók á réttum stað þar sem blaðsíðutal vantar)

Uppskrift
Landamerki Yztafells í Ljósavatnshreppi. 
Að austan ræður Skjálfandafljót eða sú meginkvísl þess, er fellur í norðaustur úr Grænhyl. Að norðan, 
austan í Kinnarfelli ræður merkjum milli Hóls og Ystafells gamall garður; liggur hann rétt norðan við 
Spangarsel, og nær neðan frá fljótinu og uppá brún fellsins. Vestan í fellinu ráða vörður merkjunum 
milli jarða þessara frá fellsbrúninni og niður að Rangá. Gagnvart vörðum þessum skiftir gamall garður 
löndum í fjallinu milli Guðmundarstaða og Yztafells neðan frá Rangá og uppá fjallsbrún; þar fyrir 
vestan ráða merkjavörður upp Guðmundarstaðahóla og uppá svonefnt Vesturfjall. Að sunnan austan 
í Kinnarfelli; ráða vörður merkjum milli Yztafells og Fellssels; liggja þær upp hlíðina frá fljótinu og 
uppá brún, rétt norður við Setberg; þaðan yfir fellið og niður að Rangá. Vestan við Rangá skiftir 
gamall garður löndum milli jarðanna syðst á Heyvallarfit; ofan við fitina, ráða vörður upp 
fjallsræturnar, beint í krók einn í Heyvallargróf; úr því ræður grófin sjálf merkjum uppá fjallsbrún; 
þaðan ráða merkjavörður upp Skollhóla og vestur á háfjall. 
Að vestan ráða merkjum grjóthæðir, hvaðan vötnum hallar inná Finnsstaðadal. 
Yztafelli, 27. Maí 1885. 
Guðbjörg Aradóttir (eigandi og ábúandi Yztafells) 
Hans Kristjánsson (eig. og ábúandi að ½ Hóli) 
Kristján Kristjánsson (Eig. og ábúandi á Finnsstöðum. 
Helga Jónsdóttir (ábúandi á Gvendarstöðum 
Sigurður Jónsson (eigandi að 1/7 úr Hóli) 
Jóhannes Jóhannesson (Eigandi Fellssels.) 
Stefán Jónsson (Fyrir hönd Kelduneshrepps sem eiganda 5/14 úr Hóli) 
Að Lárus prestur Eysteinsson á Helgastöðum, hafi með áteiknun dags. 8. Febrúar 1884, samþykkt 
landamerkjaskrá þessa, það vottast hérmeð, samkvæmt mér sýndu frumriti. 
Manntalsþingi á Ljósavatni 28. Maí 1885. 
B. Sveinsson 
Lesið á manntalsþingi að Ljósavatni, 28. maí 1887 og innf. í landamerkjabók Þingeyarsýslu No 
. 155. 
B. Sveinsson 
Borgun: Þingl. kr. 0,75 
Bókun kr. 0,25 
kr. 1,00 – Ein króna – Borg. B.Sv.