Landamerki Draflastaða í Hálshreppi.

(Ekki er hægt að opna bók á réttum stað þar sem blaðsíðutal vantar)

Uppskrift
Landamerki Draflastaða í Hálshreppi. 
Að sunnan eru merkin í Einbúalæk frá Fnjóská inn Víknaskarð, meðan hann er í nánd við 
Suðurbrekkur og þaðan sömu stefnu inní merkjalínu, sem ákveðin er að vestan, sem er bein lína úr 
læk þeim, er rennur út úr Hrossadal, þar sem hann (ɔ: lækurinn) beygir í vestur og norður yfir miðjar 
Þröskuldsbrekkur beina stefnu í suðurenda Hrafnabjarga og svo eftir þeim í norður að Þvergili í 
Gæsadal. Að utan eru merkin í gili því, sem næst er sunnan við Mela og eftir því til fjalls, þar ræður gil 
það, sem næst er Draflastaðaseli að utan og svo beina stefnu yfir fjallið utan við Hrafnabjörg í Þvergil. 
Að austan ræður Fnjóská. 
Fagraskógi. 9. Maí 1887. 
Stefán Stefánsson (eigandi) 
Vegna Dælislands Gísli Ásmundsson 
Lesið á manntalsþingi að Hálsi 11. júní 1887 og innf. í landamerkjabók Þingeyarsýslu No 
. 154. 
B. Sveinsson 
Borgun: Þingl. kr. 0,75 
Bókun kr. 0,25 
kr. 1,00 
Ein króna – B.Sv.