Landamerki Mela í Hálshreppi.

(Ekki er hægt að opna bók á réttum stað þar sem blaðsíðutal vantar)

Uppskrift
Landamerki Mela í Hálshreppi. 
Að sunnan eru merkin í gil það, sem næst er fyrir sunnan Mela, og eftir því til fjalls. Þar ræður gil það 
sem næst er Draflastaðaseli að utan og svo beina stefnu yfir fjallið utan við Hrafnabjörg í Þvergil. Að 
utan eru merkin í miðri láginni Ausu og þaðan beina stefnu í fjallsbrúnina suður við Náttmálagil, að 
vestan ræður lækur sá, er rennur eftir Gæsadal og að austan Fnjóská. 
Fagraskógi. 9. Maí 1887. 
Stefán Stefánsson Eigandi Mela og Draflastaða 
Gísli Ásmundsson (Eigandi Þverár.) 
Lesið á manntalsþingi að Hálsi 11. júní 1887 og innf. í landamerkjabók Þingeyarsýslu No 
. 153. 
B. Sveinsson 
Borgun: Þingl. kr. 0,75 
Bókun kr. 0,25 
kr. 1,00 
Ein króna – B.Sv.