Uppskrift
Landamerki Víðivalla í Hálshreppi
Að norðan þar sem Vatnsleysuland tekur við: úr Ölduhorni niður við Fnjóská beina stefnu uppí
Nauthöfðagróf og þaðan beint vestur í Hrossadalslæk. Að sunnan þar sem Hrísgerðisland tekur við
ræður Hamragil merkjum neðan frá Fnjóská uppá Heiðarbrún og svo beint vestur í vörðulínu þá, er
skiftir landi heiðarinnar og nefnd er við landamerki Svalbarðs á Svalbarðsströnd. Að austan ræður
Fnjóská.
Espihóli 16. apríl 1884.
Jón Sigfússon
Lesið á manntalsþingi að Hálsi 11. júní 1887 og innf. í landamerkjabók Þingeyarsýslu No
. 151.
B. Sveinsson
Borgun: Þingl. kr. 0,75
Bókun kr. 0,25
kr. 1,00 – Ein króna
Borg. B.Sv.