Landamerki Yztuvíkur í Grýtubakkahreppi

(Ekki er hægt að opna bók á réttum stað þar sem blaðsíðutal vantar)

Uppskrift
Landamerki Yztuvíkur í Grýtubakkahreppi 
Skammt sunnan við Saurbrúargerði að neðan frá sjó, er varða á stórum steini rúma 200 faðma utan 
við svonefndan Gerðisstekk. Það er fyrsta merkivarða að neðan á milli bæanna; þaðan beina línu á 
aðra vörðu, sem stendur á litlum mel, skamt ofan við alfaraveg; þaðan á aðra vörðu á melhól neðan 
við Háuskálarhraun, þaðan á vörðu á Háuskálarbarmi, og beint upp eftir skálinni á vörðu á 
fjallsbrúninni, er sést að neðan frá fyrstu merkjavörðu á sjóarbakka, og síðan eftir vörðum þvert 
austar í Hrafnabjörg. Eftir þeim liggur merkjalínan suður fjallið og inn á Þröskuld, þaðan eftir 
Miðvíkurá og ofanað sjó. 
Þessum landamerkjum til staðfestu eru nöfn og signet undirskrifaðra viðkomenda. 
Jón Austmann (Eigandi) L.S. 
Fyrir hönd Jóhanns Runólfs Gíslasonar eiganda Saurbrúargerðis Jóhann Bergvinsson 
Jónas Jónsson ábúandi Yztuvíkur 
Ásmundur Þorsteinsson ábúandi Miðvíkur (handsalað) 
Lesið á manntalsþingi að Grýtubakka 7. júní 1887 og innf. í landamerkjabók Þingeyarsýslu No 
. 150. 
B. Sveinsson 
Borgun: Þingl. kr. 0,75 
Bókun kr. 0,25 
Borg kr. 1,00 – Ein króna – B.Sv.