Landamerki Fagrabæar í í Grýtubakkahreppi
(Ekki er hægt að opna bók á réttum stað þar sem blaðsíðutal vantar)
Uppskrift
Landamerki Fagrabæar í í Grýtubakkahreppi Á sjóarbakka að norðan byrjar gamall merkjagarður, sem liggur uppað Skriðubrekku utanverðri og þaðan bein stefna í Fagrabæargil og eftir því á fjall upp og austur svokallaðan Fagradal miðjan og í Fagrabæar þvergil ofan í Gæsagilslæk, svo fram með honum þangað til Gæsadalur endar, svo beina stefnu í Hraná þar sem hún byrjar að renna beint ofan, og ræður hún að sunnan alla leið ofan til sjávar. Kaupangi 5. Júní 1887 Sigríður Einarsdóttir Þessari landamerkjaskrá er eg samþykkur sem Laufásprestur Magnús Jónsson Fyrir hönd Jóhanns bónda Gíslasonar á Saurbrúargerði. Jóhann Bergvinsson á Gautsstöðum Lesið á manntalsþingi að Grýtubakka 7. júní 1887 og innf. í landamerkjabók Þingeyarsýslu No . 149. B. Sveinsson Borgun: Þingl. kr. 0,75 Bókun kr. 0,25 kr. 1,00 Ein króna – B.Sv.