Uppskrift
Landamerki Grásíðu í Kelduneshreppi
Að austanverðu Hái-Bænhúsklettur, þaðan beint í Smjörbitil í Rjómadal, svo frá Smjörbitli beint í Syðri
Lönguhlíðarenda, þar er oddur syðst á landinu að vestanverðu frá Syðri-Lönguhlíðarenda til norðurs
beint í austasta Hesthól, svo sömu stefnu í vörðu á veggjarendum, þá hallar stefnunni vestur á við út
yfir vatnið. Þó austan við Helgatopp og í miðjan Miðhúskíl, í kílnum er lítill hlykkur til vesturs, en
Kýllinn ræður landamerkjum og úr kílnum út í vatnið vestan Leirhólma út í miðjan Kvíslarkjaft. Að
norðan ræður kvíslin landamerkjum austur undir Holubjörg þá tekur við mozakelda sú, er kallast
Sellækur og liggur til austurs fyrir utan Holubjörg, hún ræður landamerkjum austur að Garðslandi og
er þá lítill spölur suður í Bænhúsklett er fyrst var nefndur. Þessum landamerkjum vona eg nábúar
mínir verði samþykkir.
Í Desember 1883
Þórarinn Þórarinsson
Ofanskrifuðum landamerkjum milli Grásíðu og Víkingavatns er eg samþykkur
Kristján Árnason
Samþykkur Garðskirkju vegna Þórleifur Jónsson
Lesið á manntalsþingi að Keldunesi 26. maí 1887 og innf. í landamerkjabók Þingeyarsýslu No
. 147.
B. Sveinsson
Borgun: Þingl. kr. 0,75
Bókun kr. 0,25
kr. 1,00 – Ein króna – B.Sv.
Ítök Skinnastaðakirkju
í hlunnindum Raufarhafnar og Hóls á Sléttu.
A. 1/16 (einn sextánda hlut) í hvalreka og eggveri á Raufarhöfn.
B. ¼ (einn fjórða hlut) í hvalreka og viðarreka milli Deildarár og Hólsár fyrir Hólslandi.
[Útstrikun með öðrum lit. Ritað með öðrum lit og annarri rithönd]
Ítökunum ekki lýst samkv. áskorun 20.5.´53. Því niður fallin. J.Skaptason.
Skinnastöðum 14. Des. 1886
Þórleifur Jónsson
Samþykkur ítökum þessum.
Stephán Stephensen (umboðsmaður Munkaþverárklausturs)
Samþykkur að því er hvalreka á Raufarhöfn snertir C.G.P. Lund (eigandi)
Lesið á manntalsþingi að Presthólum 21. maí 1887 og innf. í landamerkjabók Þingeyarsýslu No
. 148.
B. Sveinsson
Borgun: Þingl. kr. 0,75
Bókun kr. 0,25
kr. 1,00 – Ein króna – B.Sv.