Landamerki Garðs í Kelduhverfi

(Ekki er hægt að opna bók á réttum stað þar sem blaðsíðutal vantar)

Uppskrift
Landamerki Garðs í Kelduhverfi 
(þ.e. Miklagarðs, Austurgarða, Þórólfsstaða og Bakkakots) 
Að austan: Sauðklettur fremri réttsýnis í Vörðuhól, þaðan í Einstakahól, þaðan í Grasklett, þaðan í 
Eystraskarð, þaðan í Langalækjarós og áfram sama stefna yfir Tungur í Stórá, og síðan skiftir Stórá 
löndum. Að sunnan: úr Sauðklett fremri vetur í Eyólfshæð, þaðan réttsýnis vestur í syðri enda 
Lönguhlíðar. Að vestan: úr syðri enda Lönguhlíðar réttsýnis í Smérbítil hjá Rjómadal; þaðan í Stóra- 
Bænhúsklett, þaðan í Bringukoll, þaðan í Skurning vestan Hrúthólma beint til sjóar. 
Rekamerki: 
Að vestanverðu: Þar sem syðsta og austasta Holubjarg, er ástendur höggvið R.M., ber austan vert við 
Hrútafjall (þ.e. rúmum 4 hundruð föðmum vestan landamerkjanna fyrir Víkingavatnslandi. Að 
austanverðu ræður Arnaneslandamerki við sjóinn. 
Skinnastöðum, 6. Okt. 1883 
Þórleifur Jónsson 
Ofanskrifuðum merkjum eru samþykkir: 
Þórarinn Bjarnarson, Kristján Jónsson (Eigendur og ábúendur Víkingavatns) 
Þórarinn Þórarinsson (Eigandi og ábúandi Grásíðu) 
Sigurður Björnsson (Eigandi Krossadals) 
Indriði Ísaksson (Eigandi og ábúandi Kelduness) 
Vilborg Þórarinsdóttir (Eigandi Kílakots og ¼ úr Þórunnarseli) hands. 
B. Kristjánsson umboðsmaður Þeistareykjalands. 
Lesið á manntalsþingi að Keldunesi 26. maí 1887 og innf. í landamerkjabók Þingeyarsýslu No 
. 146. 
B. Sveinsson 
Borgun: Þingl. kr. 0,75 
Bókun kr. 0,25 
kr. 1,00 – Ein króna – B.Sv.