Uppskrift
Landamerki Skóga í Hálshreppi
Að norðan þar sem Nesland tekur við, ræður Bræðragil frá Fnjóská uppá Ása og þaðan eftir
Bræðragilslæk uppá brún, þaðan beina stefnu í næsta læk beint út undan þremur steinum framan í
miðbrún og þaðan beint vestur í vörðulínu, er ræður merkjum á heiðinni.
Að sunnan þar sem Hróastaðaland tekur við: Úr Fnjóská eftir svonefndri Merkjagróf upp fyrir Efri-
götur, og þaðan sem hún skiftist í tvo arma, beint í dý, er kallast Saurkelda og liggur skamt fyrir ofan
Efrigötur, þaðan beina stefnu í lind spölkorn fyrir ofan Þvergötur, þaðan beina stefnu í ytri barm
Syðstulágar (Syðsta-Selsgilsdrags), þaðan í áðurnefnda vörðulínu.
Að austan ræður Fnjóská.
Espihóli 16. Júní 1884.
Jón Sigfússon
Samþykkur hvað Nes snertir Sigurður Davíðsson
Samþykkur Hróastaða vegna Stephán Stephensen (umboðsmaður)
Lesið á manntalsþingi að Hálsi 11. júní 1887 og innf. í landamerkjabók Þingeyarsýslu No
. 152.
B. Sveinsson
Borgun: Þingl. kr. 0,75
Bókun kr. 0,25 = 1 – Ein króna – B.Sv.