Landamerki Skinnastaða í Axarfirði

(Ekki er hægt að opna bók á réttum stað þar sem blaðsíðutal vantar)

Uppskrift
Landamerki Skinnastaða í Axarfirði 
með hjáleigunum Akri, Akurseli og Staðarlóni (= Hróastöðum.) 
Að sunnan ræður bein stefna í vestur úr Merkisteini norðan við Miðásskarð í Vaðkotsá hjá hólma 
neðan Vaðkots og er þar landamerkjasteinn á Þúfu hjá ánni; síðan ræður Vaðkotsá ofan að garði á 
Rana; þaðan úr vestari enda garðsins bein stefna yfir Vaðkotsá í vestur í Sandá. Að vestan ræður 
Sandá til Stórhöfðatáar landamerkjum og þaðan bein stefna í steina (ɔ: vörðu) á Há-langamel. Þaðan 
bein stefna í miðjan syðri enda Hólskíls; ræður síðan kílinn meðan hann endist; úr ytri enda hans 
ræður bein stefna í vörðu hjá Laufhól og þaðan sama stefna til sjóar. Að austan ræður stefna úr 
Merkisteini á Miðási, er fyrst var nefndur, beint í vörðu á Há-Kerhólsfelli (= Tungu-Nónvörðu) og síðan 
sama stefna ofan fellið áfram í Þangbrandslæk. Þá ræður Þangbrandslækur ofan undir 
Skinnastaðadal, og síðan dalurinn við ytri brekku hans og beint ofan í lækinn; ræður þá 
Þangbrandslækur aftur til norðurs út í Slý; síðan ráða mið Slý landamerkjum útundir 
Vesturhúsahöfða; er landamerkjavarða hlaðin þar beint niður af; ræður þaðan lækjarfarvegur í 
Öskjuholtslág og eru landamerkin eftir henni miðri, og síðan niður úr henni eftir farvegi niður í Sandá; 
úr farveginum við Sandá ræður bein stefna til norðurs eftir gamla Sandárfarvegi vestan Horns móts 
við Klifshaga, allt þar til er Hornskurður heitir; ræður síðan afgamall farvegur eða laut, er liggur út úr 
Hornskurði, þar sem hann beygir í austur og alt út í Brunná beint á móts við Merkigil, sem er 
landamerki millum Núps og Þverár, hinum megin árinnar. Síðan ræður Brunná landamerkjum til 
Oddsness, er Hafrafellstunga á, og eru takmörk nessins að vestan móts við Skinnastaðaland og 
Ærlækjarreka: þá er fremst öxlin á Sandfelli kemur undan Núpnum, frá sjó til Brunnár. 
Undir Skinnastaði heyrir, auk síns eigin reka þrjúhundruð og sextíu (360) faðmar austan af Skógareka 
og Klifshaga, og er staur rekinn niður í Sandinn til að sýna rekamarkið, en að austan ræður 
Ærlækjarreki, og er hann eitt hundrað og tuttugu (120) faðmar fyrir Skinnastaðalandi, vestan 
takmarka þess, er áður er getið, nefnil. þá er fremst öxlin á Sandfelli kemur undan Núpnum; er þar og 
staur rekinn niður. 
Skinnastöðum, 15. Okt. 1886 
Þórleifur Jónsson 
[Neðanmáls er ritað með öðrum lit og annarri rithönd] 
Rekaítaki lyst af biskupi 4. maí 1954. J.Skaptason. 
Sjá afsal C – 1172 
Landamerkjaskrá þessari samþykkir: 
Vegna Ferjubakka: Guðm. Þorvaldsson (Oddviti) 
Vegna Kerhóls: Valdimar Davíðsson (eig) handsalað 
Vegna Hafrafellstungu: S. Eiríksson (eig. og ábúandi; einnig fyrir hönd systur sinnar Guðrúnar 
Eiríksdóttur í Laxárdal. 
S. Sigurðardóttir (h.s.) meðeigandi Hafrafellstungu 
Vegna Klifshaga: Kr. Árnason (eigandi.) 
Vegna Skóga, Ærlækjarsels og Ærlæks: St. Stephensen (umboðsmaður Múkaþverárklausturs) 
Vegna Þverár: Ingibjörg Nikulásdóttir (handsalað) 
Lesið á manntalsþingi að Skinnastöðum 25. maí 1887 og innfært í landamerkjabók Þingeyarsýslu No 
. 
145. 
B. Sveinsson 
Borgun: Þingl. kr. 0,75 
Bókun kr. 0,25 
kr. 1,00 – Ein króna – B.Sv.