Uppskrift
Landamerki Ærlækjar í Skinnastaðahreppi.
Að sunnan ræður Brandslækur frá garði þeim er liggur milli Brandslækjar og Smjörhólsár, sem er
norðaustur undan Smjörhólsfelli allt í Skinnastaðadal, og síðan ofan dalinn þar til dalurinn endar; síðan
ræður lækurinn til norðurs út í svokölluð slý, og ráða svo miðslýin stefnu útundir Vesturhúsahöfða hvar
þau skiftast, og er þar varða hlaðin niður af, þaðan ræður lækjarfarvegur í Öskjuholtslág og eru
landamerki eftir henni miðri og síðan eftir farvegi niður í Sandá.
Að austan ræður garðurinn, sem liggur milli Brandslækjar og Smjörhólsár, síðan ræður Smjörhólsáin
merkjum út í Brunná síðan ræður Brunnáin merkjum út á móts við landamerkjagarð, sem er fyrir utan
Leifsstaði, þaðan ræður bein stefna í Goðastein, er stendur á Brunnárbrún og þaðan sama stefna í
Sandá.
Ærlækjarreki er 12 faðmar á lengd og liggur milli Skinnastaða og Hafrafellstungureka, og eru
neðrimerkin þessi: Þegar fyrst gengur í sundur að ofan hæsta hornið á Öxarmýri og neðsta háhornið á
Sandfelli, og er staur rekinn niður í fjöruna að vestan en gígur er austan við rekaspilduna.
Akureyri, 10. Júlí 1885
Stephán Stephensen
Samþykkur Skinnastaða vegna Þórleifur Jónsson
Samþykkur Klifshaga vegna K. Árnason eigandi Klifshaga
Samþykkur Smjörhóls vegna Valdemar Davíðsson (handsalað) eigandi Smjörhóla.
[Útstrikun gerð með öðrum lit. Neðan hennar er ritað með öðrum lit og annarri rithönd]
Rekaítaki ekki lýst samkv. áskorun 20.5.´53. Því er það niður fallið. J.Skaptason.
Lesið á manntalsþingi að Skinnastöðum 25. maí 1887 og innf. í afsals landamerkjabók Þingeyarsýslu No
.
144.
B. Sveinsson
Borgun: Þingl. kr. 0,75
Bókun kr. 0,25
kr. 1,00
Ein króna – Borg. B.Sv.