Landamerki Laxárdals í Þistilfirði.

(Ekki er hægt að opna bók á réttum stað þar sem blaðsíðutal vantar)

Uppskrift
Landamerki Laxárdals í Þistilfirði. 
Landamerki Laxárdals í Þistilfirði eru þau er nú skal greina: Að vestan ræður Holkná frá sjó, að fremri 
Skarðslæk, svo ræður lækurinn til upptaka sinna, sem eru norðan undir Lambafjallgarði, þá ræður 
Lambafjallgarðsbrún til foss í Holkná, eftir það ræður nefnd á suður á móts við vesturhorn á 
Heljardalsfjöllum, að sunnan ræður bein stefna úr Holkná austur í norðvesturhorn Heljardalsfjalla; þá 
ráða Heljardalsfjöll, þar til tekin verður úr þeim bein stefna milli Bræðravatna í Skessuhamar. Að austan 
ræður nefnd stefna úr Heljardalsfjöllum í Skessuhamar; þá ræður bein stefna úr Skessuhamri í upptök 
Laxár; síðan ræður Laxá allt til vörðu austan megin skamt fyrir ofan ós og þaðan bein lína eftir vörðum 
í klöpp í flæðarmáli, hvar Laxá rann áður í sjó. Laxárdalur á hvals og viðarreka fyrir öllu sínu landi. 
Laxárdal, 15. dag ágústmánaðar 1886 
Jón Bjarnarson (eigandi Laxárdals.) 
Framanskrifuð landamerki samþykkir fyrir hönd umboðsmanns Munkaþverárklausturs eftir 
fullmakt 2. Júlí 1886. 
Guttormur Vigfússon 
Sigfús Jónsson (eigandi Hvamms) 
Lesið á manntalsþingi að Svalbarði 18. maí 1887 og innf. í landamerkjabók Þingeyjarsýslu No 
. 143. 
B. Sveinsson 
Borgun: Þingl. kr. 0,75 
Bókun kr. 0,25 
kr. 1,00 
Ein króna – Borg. B.Sv.