Uppskrift
Landamerki Hvamms í Þistilfirði.
Landamerki Hvamms í Þistilfirði eru: að austan ræður Hafralónsá frá Merkidalskílsósi að
Heljardalsárósi, þá ræður Heljardalsá að upptökum sínum, sem eru innst í Heljardal. Að sunnan ræður
Heljardalsbotn og hæðstu brúnir Heljardalsfjalla að norðan þar til kemur vestur á þau mið, eða svo
langt að bein stefna verður tekin af fjöllunum milli Bræðravatna í Skessuhamar, sem ræður
landamerkjum að vestan. Frá Merkidalskílsósi, sem fyr er nefndur ræður að norðan Merkidalin til nyrðri
botns síns, fyrir miðjum botninu er varða og úr henni ræður bein stefna yfir einstakt holt í mýrum á
vörðu á Nónás og þaðan sama stefna í Garðá, þá ræður Garðá að upptökum sínum og er bein stefna í
Skessuhamar, sem áður er nefndur.
Í þessu landi liggur hjáleiga Gunnarsstaða, Hávarðsstaðir. Landamerki hjáleigu þessarar eru: Að
austan Hafralónsá, að norðan Grímólfsá, frá ósi að kíl þeim, sem kemur sunnan með Syðri-Kálfafjöllum;
að vestan ræður kíllinn og bein stefna úr botni hans í Hrappslæk, fast við fjöllin; að sunnan ræður
Hrappslækur að efri krók sínum og úr króknum bein stefna í Stóru-Gljúfur í Hafralónsá.
Hvammi, 16. dag ágústmánaðar 1886
Sigfús Jónsson (eigandi Hvamms)
Guttormur Vigfússon (fullmektugur umboðsmanns Munkaþverárklausturs samkvæmt fullmakt 2.
júlí 1886)
Jón Bjarnarson (eigandi Laxárdals.)
Lesið á manntalsþingi að Svalbarði 18. maí 1887 og innf. í landamerkjabók Þingeyjarsýslu No
. 142.
B. Sveinsson
Borgun: Þingl. kr. 0,75
Bókun kr. 0,25 = kr. 1,00
Ein króna – Borg. B.Sv.