Landamerki Saurbrúargerðis í Grýtubakkahreppi.

(Ekki er hægt að opna bók á réttum stað þar sem blaðsíðutal vantar)

Uppskrift
Landamerki Saurbrúargerðis í Grýtubakkahreppi. 
Skammt sunnan við Saurbrúargerði niður við sjó er stór steinn í fjörunni, og á bakkanum beint upp af 
varða á stórum steini; það er fyrsta merkjavarða að neðan, milli Yztuvíkur og Gerðis um 100 faðma frá 
Gerðisstekk. Þaðan beina línu á vörðu, sem stendur á litlum mel, skammt ofan við alfarveg, enn á aðra 
vörðu á melhól neðan við Stóruskálar hraun, og þaðan á vörðu á Stóruskálarbarmi, og beint upp eftir 
skálinni á vörðu á fjallsbrúninni, er sést að neðan frá fyrstu vörðu á sjávarbakka, og síðan eftir vörðu 
þvert austur í Hrafnabjörg. Að norðan ræður Hranaá merkum upp í skarðið, og þaðan beint austur í 
Gæsadal, en af Gæsadal eru merkin á fjallinu beint suður í Hrafnabjörg. 
Fyrir hönd Jóhanns Gíslasonar eiganda Saurbrúargerðis 
Jóhann Bergvinsson. 
Jóhann Einarsson í umboði sr. Jóns Austmanns eiganda Yztuvíkur. 
Vegna Fagrabæar er eg þessari landamerkjaskrá samþykkur. 
Kaupangi 30. Júní 1886. 
Vilhjálmur Bjarnarson 
Þann 7. dag Júní mán. 1887 lesið á manntalsþingi að Grýtubakka og innf. í landamerkjabók 
Þingeyjarsýslu No 
. 141. 
B. Sveinsson 
Borgun: Þingl. kr. 0,75 
Bókun kr. 0,25 
kr. 1,00 
Borg. – Ein króna – B.Sv.