Uppskrift
Landamerki Laufáskirkjujarðarinnar Heiðarhúsa á Flateyjardalsheiði.
1. Að utan er Mógilsá, sem er bein, og eftir henni er stefnan bein uppá fjallsbrún.
2. Að austan er Dalsá.
3. Að sunnan Eilífsá meðan stefna hennar bein og úr því er líka stefnan bein til hábrúnarinnar.
4. Að vestan ræður fjallsbrúnin.
Jörðin Þverá í Dalsmynni á frían upprekstur milli Miðgils og Mógils í Heiðarhúsalandi.
Laufási, hinn 5. Maímán. 1886.
Magnús Jónsson.
Vegna Almennings á Flateyardalsheiði samþykkur Gísli Ásmundsson
Samþykkur Stephán Stephensen
[Útstrikun gerð með öðrum lit. Neðanmáls er ritað með öðrum lit og annarri rithönd]
Ítakinu var ekki lýst samkv. áskorun 20.5.´53. Er því niður fallið. J. Skaptason
Lesið á manntalsþingi að Hálsi 11. Júní 1887 og innf. í landamerkjabók Þingeyjarsýslu No
139.
B. Sveinsson
Borgun: Þingl. kr. 0,75
Bókun kr. 0,25
kr. 1,00
Ein króna – B.Sv.