Landamerki Vestari-Króka á Flateyjardalsheiði.

(Ekki er hægt að opna bók á réttum stað þar sem blaðsíðutal vantar)

Uppskrift
Landamerki Vestari-Króka á Flateyjardalsheiði. 
1. Að norðan: Syðri-Höfðagilsá upp á bak við ytri fjallsendann. 
2. Að vestan: Háfjallsbrúnin milli Vestari-Krókafjalls og Skarðsdals. 
3. Að sunnan: Merkigil milli Þúfu og Króka. 
4. Að austan: Fyrst Króká syðst, þá frá Miðhólar út fyrir neðan Skeið, þar sem varða er á 
Háhólunum og síðan bein stefna út á Almannakamb. 
Vestari-Krókum, 7. maí 1886. 
Björn Bjarnason. 
Samþykkur: Eldjárn Ásmundsson í Þúfu. 
Samþykkur: Jóhann Bessason Skarði. 
Hannes Friðriksson eigandi Austri-Króka. 
Þessum landamerkjum samþykkur Magnús Jónsson Laufásprestr. 
Vegna eiganda Kambsmýra Benedikt Olgeirsson. 
Lesið á manntalsþingi að Hálsi 11. Júní 1887 og ritað í landamerkjabók Þingeyjarsýslu No 
137. 
B. Sveinsson 
Borgun: Þingl. kr. 0,75 
Bókun kr. 0,25 
kr. 1,00 
Ein króna – B.Sv.