Uppskrift
Landamerki Dælis í Fnjóskárdal.
Að sunnan þar sem Vatnsleysuland tekur við úr Neðrahringslunni niður við Fnjóská, beina stefnu upp
á Hörðuvallagil og þaðan beina stefnu upp á heiðarbrún, og þaðan beint vestur í Hrossadalslæk.
Að vestan eða sunna milli Dælis og Svalbarðsstrandar ræður Hrossadalslækur að sunnan og miðjar
Þröskuldsbrekkur að utan.
Að austan eru merkin í Fnjóská.
Að utan eru merkin í Einbúalæk frá Fnjóská inn Víkurskarð meðan hann er í nánd við Suðurbrekku, og
þaðan sömu stefnu inn í áðugreind merki.
Þverá, 13. Maí 1885.
Gísli Ásmundsson.
Samþykkur Jón Sigfússon
Samþykkur vegna Draflastaða og Grímsgerðis. Eigandi að Grímsgerði G. Davíðsson.
Í umboði eigandans að Draflastöðum Á Stefánsson
Lesin á manntalsþingi að Hálsi 11. Júní 1887 og innf. í landamerkjabók Þingeyjarsýslu No
136.
B. Sveinsson
Borgun: Þingl. kr. 0,75
Bókun kr. 0,25
kr. 1,00
Ein króna – B.Sv.