Uppskrift
Landamerki Finnsstaða í Kinn.
Að austan ræður Kinnarfell merkjum þar sem það er hæst suður að vörðu þeirri, sem nefnist Hornvarða.
Að sunnan eru merkin úr Hornvörðu eftir vörðum ofan Fellið, þá taka við vörður ofan mýrina, og
liggja þær, er kemur upp í vesturbrekkuna, meðfram lækjarsprænu, sem nær upp að Grásteinsmýri, og
beina stefnu í vörðu, sem stendur á Grjótás og þar vestur á grjót.
Að norðan eru merkin í vörður, sem standa vestan í Kinnarfelli allt ofan að svonefndum Merkihól.
Þaðan ræður garður yfir mýrina ofan í Bollastaðaá, þá ræður hún upp fyrir brún á vestur fjallinu og allt
þangað til hún liggur í suður, þar sem heitir Bræðradalur og taka þá við vörður uppá grjót.
Að vestan ráða grjóthálsar þeir, hvaðan vötnum hallar vestur til Fnjóskadals.
Jörðunni fylgir ennfremur afréttarlandið Finnsstaðadalur að 5/6 hlutum. Takmörk hans eru sunnan
við ána, sem eftir honum rennur. Mjóadalsá að innan, en norðan við ána gil nokkurt sem liggur gagnvart
Mjóadal.
Finnsstöðum, 5. Apríl 1886.
Eigandi jarðarinnar Kristján Kristjánsson.
Jóhannes Jóhannesson (Eigandi Fellssels)
Guðlögur Kristjánsson. (Eigandi Syðra-Hóls)
Jón Jónsson, Guðný Sigurðardóttir (Eigendur Ytra-Hóls)
Kristján Jónsson Úlfabæ (Eigandi Barnafells.)
Sigurður Sigurðsson (handsalað) (Eigandi Halldórsstaða.
Þann 13. dag Júním 1887 lesið á manntalþingi að Ljósavatni og ritað í landamerkjabók Þingeyjarsýslu No
135.
B. Sveinsson
Borgun: Þingl. kr. 0,75
Bókun kr. 0,25
kr. 1,00 – Ein króna.
B.Sv.