Landamerki Grundarhóls með eyðijörðinni Langavatni

(Ekki er hægt að opna bók á réttum stað þar sem blaðsíðutal vantar)

Uppskrift
Landamerki Grundarhóls með eyðijörðinni Langavatni 
gagnvart löndum þeim er að liggja á allar síður er sem fylgir: 
Á milli Grímsstaða og Grundarhóls ræður efri Vatnsleysa ofan á móts við vörðu á melkambi fyrir 
neðan Langavatnslindir, þaðan með Hólsselslandi yfir eyrar í vörðu á svonefndri merkjatorfu útvestur 
af Langavatnshöfða. Þaðan frá í Krossbeinagýg á melrönd útvestur af Gildruás. Svo til útausturs í 
vörðu á merkiholti á fleti þeim, sem liggur utan við gildruás, þaðan þvert í austur að Grundarhólslandi 
(ɔ: neðri systur) þaðan frá í norður í Háselsás, og svo þaðan austur með Hólslandi á stóruhæð og í 
Stórastein á Neðrivörðuhálsum. Frá Stórasteini í Vörðuhólaskarð í efri vörðuhólum, þaðan að 
Víðirhólslandi í vörðu á Grasaþýfi og svo þaðan til suðurs með Víðirhólslandi í Álftatjarnarás; þar sem 
hann er hæstur við Ytri-Vatnsleysu. Einnig á Grundarhóll engjar í Hólslandi, svo nefndan Fláka. Ræður 
Víðrihólsá að utan og mólendisholt að austan í Syðstudys út af svonefndum Fossadal. Þaðan þvert 
vestur að Fossdalslæk og ræður lækur sá að sunnan og vestan að Grundarhólsgötu vestan við Nýahól, 
og gatan að vestan allt út í fyrnefnda á. Enn á Grundarhóll tvær engjaflögur austur af Háuþúfu og 
óskifta laufreiti fyrir austan Víðarhólsfjallgarð í óskiftu afréttarlandi. Ennfremur frían 
geldfjárupprekstur og eins hests göngin á Hólsheiðarlandi. Einnig fyrir sameiningu við eyði jörðina 
Langavatn, tilheyrir Grundarhóli eftir kaupbréfi dags. 12. Martius 1860 3 hesta ganga og næg torfrista 
til húsa á Langavatni á svonefndum Engidalsparti, sem tilheyrir Hólsseli.) 
Að þetta sé rétt eftir afsalsbréfum og samkomulagi vitnum við undirskrifaðir: 
Fyrir Grundarhól (eigandi: Jón Sigurðsson Skinnalóni 
Fyrir Hólssel (Helgi Guðlögsson eigandi. 
Fyrir Hól. Bjarni Jónsson eigandi. 
Fyrir Víðirhól. Jón Árnason eigandi. 
Fyrir Grímsstaði Sölvi Magnússon eigandi. 
Fyrir Nýahól Björn Kristjánsson eigandi. 
Fyrir Nýahól S. Gunnlögsson eigandi að 1/3 
Fyrir Víðirhól K. Kristjánsson eigandi. 
Fyrir Nýahól Kr. Guðmundsson eigandi. 
Fyrir Víðirhól Friðrik Guðmundsson eigandi. 
[Útstrikun gerð með öðrum lit. Neðanmáls ritað með öðrum lit og annarri rithönd] 
Þar sem ítökum var aldrei lýst samkv. áskorun 20.5.1953 eru þau niður fallin. J Skaptason 
Þann 25. dag Maímán. 1887, lesin á manntalsþingi að Skinnastöðum og rituð í landamerkjabók 
Þingeyjarsýslu No 
134. 
B. Sveinsson 
Borgun: Þingl. kr. 0,75 
Bókun kr. 0,25 
kr. 1,00 – Ein króna 
Borg B.Sv.