Uppskrift
Landamerki Eyjardalsár í Ljósavatnshreppi.
1. Að sunnan liggur Eyardalsárland að Sandhaugnalandi og eru landamerki þar megin úr tveimur
steinum á svonefndnum Helmingshöfða, er liggur við fjallsrætur þvert austur í Skjálfandafljót,
en að ofan úr sama höfða á fjall upp yfir þveran Eyardal til vesturgrjóta, og á þau þar til vötn
falla vestur þaðan eru landamerki að vestan, eftir höfuðátt í norður, norður grjótin, gegnt því,
er Eyardalur og Öxarárdalur mætast og Ljósavatnsland tekur við.
2. Að norðan liggja saman Eyjardalsár og Öxarárland; en þar landamerki úr svokölluðum
Kárasteini, eftir garðbroti, sem liggur ofan í Eyarkvísl, yfir hana og úr henni hellu syðst á
Bótarbörðum, svo þvert austur í Skjálfandafljót, er ræður landamerkjum að austan. Úr
nefndum steini liggur einnig garðbrot upp fjallshlíðina, og ræður það landamerkjum meðan
það endist, og þá bein lína vestur yfir austurgrjót allt til Öxarár, þaðan eftir því sem áin liggur
suður á áðurnefnd dalamót.
Eyardalsá, 2. Júní 1886.
Jón Inggjaldsson
Pétur Jóns prestur að Hálsi fyrir hönd Hálskirkjujarðarinnar Sandhaugna.
Björn Jóhannsson Eigandi Ljósavatns.
Vegna eiganda jarðarinnar Öxarár eftir fullmakt Jón Sigurðsson.
Lesið á manntalsþingi að Ljósavatni Júní 1887 og innf. í landamerkjabók Þingeyjarsýslu No
133.
B. Sveinsson
Borgun: Þingl. kr. 0,75
Bókun kr. 0,25
kr. 1,00 – Ein króna
Borg B.Sv.