Landamerki Brimness í Sauðanesshreppi.

(Ekki er hægt að opna bók á réttum stað þar sem blaðsíðutal vantar)

Uppskrift
Landamerki Brimness í Sauðanesshreppi. 
Að norðan frá sjó ræður Dritvíkurá uppí árkrókinni rétt neðan við svonefndan Rauðalæk, þaðan beina 
stefnu á mitt Flóabotnavatn. Að suðaustan ræður bein stefna úr miðju Flóabotnavatni, þaðan framan 
við Naddamúla í Kvappinn milli Guðrúnarborgar og Naddamúla, og að vesta úr nefndum Kvappi beina 
stefnu í Halldórssel, þaðan í þúfustein eða þúfusteinslæk er síðan ræður stefnunni til sjávar. 
Akureyri 4. Júlí 1884. 
Stephán Stephensen 
Sauðanesi, 13. Júlí 1884. 
V. Sigurðsson. 
Framaskrifuðum landamerkjum milli Brimness og Læknisstaða, er samþykkur sem eigandi 
Læknisstaða 
Magnús Jónsson (handsalað) 
Samþykkur: Davíð Jónsson (eigandi ½ Heiðar) 
S. Sæmundsson 
Lesið á manntalsþingi að Sauðanesi og ritað í landamerkjabók Þingeyjarsýslu No 
132. 
B. Sveinsson 
Borgun: Þingl. kr. 0,75 
Bókun kr. 0,25 
kr. 1,00 – Ein króna 
Borg B.Sv.