Landamerki Fellssels í Ljósavatnshreppi

(Ekki er hægt að opna bók á réttum stað þar sem blaðsíðutal vantar)

Uppskrift
Landamerki Fellssels í Ljósavatnshreppi 
Að austan ræður Skjálfandafljót merkjum og sú megin kvísl þess, er fellur norðaustur úr Grenhyl. 
Að sunnan austan í Kinnarfelli milli Barnafells og Fellssels ræður Umsvalalækur og Umsvalagarður er 
liggur upp með honum upp að upptökum læksins, þá taka við vörður upp fellið og yfir það gagnvart 
garði þeim, sem liggur upp fellið að vestan upp í merkihól, þaðan ræður garðurinn yfir mýrina ofan í 
Bollastaðaá; þá ræður hún upp á Brún í vesturfjallinu, og allt þangað til hún liggur í suður þar sem heitir 
Bræðradalur, og taka þá við vörður uppá grjót. 
Að vestan ráða merkjum grjóthæðir hvaða vötnum hallar inn á Finnsstaðadal. 
Að norðan, austan í Kinnafjelli; ráða vörður merkjum milli Yztafells og Fellssels; liggja þær upp hlíðina 
frá fljótinu og upp á brún, rétt norðan við Setberg, þaðan yfir fellið og niður að Rangá vestan við Rangá 
skiftir gamall garður merkjum milli jarðanna syðst á Heyvallarfit; ofan við fitina ráða vörður upp 
fjallsræturnar beint í hnúk einn á Heyvallarfit gróf. Úr því ræður grófin merkjum upp á fjallsbrún; þaðan 
ráða vörður upp skollhóla og vestur á háfjall. 
Fellsseli, hinn 28. maí 1885 
Jóhannes Jóhannesson (Eigandi Fellssels) 
Guðbjörg Aradóttir (Eigandi Yztafells) 
Kristján Kristjánsson (Eigandi Finnsstaða) 
Kristján Jónsson (Eigandi Barnafells) 
Að Lárus prestur Eysteinsson á Helgastöðum hafi með áteiknum dags. 8. d. Febrúarm. 1814 samþykkt 
landamerkjaskrá þessa, það vottast hérmeð samkvæmt mér sýndu frumriti. 
Í manntalsþingsrétti að Ljósavatni, hinn 28. Maí 1885. 
B. Sveinsson 
Lesið á manntalsþingi að Ljósavatni 28. Maí 1885 
og innf. í landamerkjabók Þingeyjarsýslu No 
131. 
B. Sveinsson 
Borgun: Þingl. kr. 0,75 
Bókun kr. 0,25 
kr. 1,00 – Ein króna 
Borg B.Sv.