Uppskrift
Landamerki Laufáskirkjujarðarinnar Lómatjarnar.
1. Að sunnan: Úr merkjavörðu, fast við hinn forna merkjagarð við Nesland fyrir utan og neðan
Grund og í Ytri-Tvístein og þá sama beina stefna allt á fjall upp.
2. Að vestan: Frá merkjavörðu hinn nefndi forni merkjagarður út í Sóleyardý.
3. Að utan ræður bein lína neðan úr Sóleyjardýi uppá fjall, og liggur hún um suðurbrún hæða
þeirra, sem eru suður frá Hléskógum en utanvið Lómatjarnarlæk, í gilskoru, sem þar er upp
undan og þá upp í gil sunnan við Díjahjalla og Grenishjalla á fjall upp.
4. Að austan ræður fjallsbrúnin.
Laufási, hinn 22. Maímán. 1886.
Magnús Jónsson
Þessum landamerkjum er eg samþykkur, sem eigandi Ness og Hléskóga.
Einar Ásmundsson.
Lesið á manntalsþingi að Grýtubakka 8. Júní 1886 og ritað í landamerkjabók Þingeyjarsýslu No
130.
B. Sveinsson
Borgun: Þingl. kr. 0,75
Bókun kr. 0,25
kr. 1,00 – Ein króna
Borg. B.Sv.