Uppskrift
Landamerki Laufáskirkjujarðarinnar Grundar.
1. Að sunnan: Úr merkivörðu við þjóðveginn sunnan til við Hildarlágar í Merkigil, og þá eftir
Merkigili og beint á fjall upp. Frá þessari Merkjavörðu liggja merkin stuttan spöl út eftir, eftir
skurði fast við braut þjóðvegarins út á móts við Gegnis-upptök, svo ræður Gegnir og þá Fnjóská.
2. Að vestan ræður frá merkivörðu fyrir utan og neðan Grund forn og beinn merkjagarður, suður
eftir flóanum allt suður til Fnjóskár, þar sem Sýki er kallað og yzta kvísl árinnar tekur að renna
í suður.
3. Að utan: Úr merkjavörðu fast við hinn forna merkigarð við hestamel fyrir utan og neðan Grund
og beint í Ytri-Tvístein, og þá sama beina stefna á fjall upp.
4. Að austan ræður fjallsbrúnin.
Laufási, hinn 24. Maím. 1886.
Magnús Jónsson.
Þessum landamerkjum er eg sem eigandi Ness samþykkur.
Einar Ásmundsson.
Lesið á manntalsþingi að Grýtubakka 8. Júní 1886 og ritað í landamerkjabók Þingeyjarsýslu No
129.
B. Sveinsson
Borgun: Þingl. kr. 0,75
Bókun kr. 0,25
kr. 1,00 – Ein króna
Borg. B.Sv.