Uppskrift
Landamerki.
Laufáskirkjujarðarinnar Borgargerðis.
1. Að austan ræður fjallsbrúnin.
2. Að sunnan neðan frá Fnjóská Merkjalækur ytri upp undir Bæarhjalla; frá upptökum lækjarins,
þar er stefnan í Syðri-Grástein í Bæarhjallanum og þá beint á fjall upp
3. Að vestan Fnjóská.
4. Að utan ræður Kollulækur upp undir þjóðvegarbrautina. Svo er stefnan út eftir brautinni að
austan eða skurðinum austan við brautina út að Merkjavörðu sunnantil við Hildarlágar. Þá úr
þessari Merkivörðu upp í Merkjagil og eftir Merkigili beint á fjall upp.
Laufási hinn 24. Maí 1886.
Magnús Jónsson.
Lesið á manntalsþingi að Grýtubakka 8. Júní 1886 og ritað í landamerkjabók Þingeyjarsýslu 128.
B. Sveinsson.
Borgun: Þingl. kr. 0,75
Bókun kr. 0,25
kr. 1,00 – Ein króna
Borg. B.Sv.