Uppskrift
Landamerki Laufáskirkjujarðarinnar Miðgerðis.
1. Að austan (norðaustan) ræður neðan frá Fnjóská Merkilækur uppá Kúahjalla og svo þaðan
beint á fjall upp.
2. Að suðvestan ræður Fnjóská.
3. Að utan: Neðan frá Fnjóská Merkilækur ytri upp undir Bæarhjalla; frá upptökum lækjarins, þar
er stefnan í Syðra-Grástein á Bæarhjallanum og þá beint á fjall upp
4. Að norðaustan ræður fjallsbrúnin.
Athugasemd. Innan nefndra takmarka fylgir Laufásstað:
1. Þrír útmældir engjateigir,
2. Hin svonefnda Tunga.
Þetta hvorttveggja er undanþegið notkun Miðgerðis ábúanda, en áskilið Laufáspresti.
Laufási, hinn 24. Maím. 1886.
Magnús Jónsson.
[Útstrikun gerð með öðrum lit. Ritað með öðrum lit og annarri rithönd]
Sje hjer um ítak að ræða er það brott fallið sökum þess að því var ekki lyst samkv. áskorun 20.5.´53. J.
Skaptason
Lesið á manntalsþingi að Grýtubakka 8. Júní 1886, og ritað í landamerkjabók Þingeyjarsýslu No
127.
B. Sveinsson.
Borgun: Þingl. kr. 0,75
Bókun kr. 0,25
kr. 1,00 – Ein króna
Borg. B.Sv.