Uppskrift
Landamerki Laufáskirkjujarðarinnar Pálsgerðis.
1. Að austan er stefnan úr stórum steini niður við Fnjóská, upp á há bakkanum fyrir utan og neðan
Litlagerði í Ytri-Tvístein fyrir utan og ofan Litlagerðisbæ. Þessir tveir steinar ráða stefnu
merkjanna neðan frá á uppá fjallsbrún.
2. Að sunnan (suðvestan) ræður Fnjóská.
3. Að vestan (utan) ræður neðan frá Fnjóská, Merkilækur uppá Kúahjalla, og svo þaðan beint á
fjall upp
4. Að norðan (norðaustan) er fjallsbrúnin
Laufási hinn 24. Maím. 1886.
Magnús Jónsson.
Lesið á manntalsþingi að Grýtubakka, 8. Júní 1886, og ritað í landamerkjabók Þingeyjarsýslu No
126.
B. Sveinsson
Borgun: Þingl. kr. 0,75
Bókun kr. 0,25
kr. 1,00 – Ein króna
Borg. B.Sv.