Landamerki Skarðs í Grýtubakkahreppi.

(Ekki er hægt að opna bók á réttum stað þar sem blaðsíðutal vantar)

Uppskrift
Landamerki Skarðs í Grýtubakkahreppi. 
1. Á milli Skarðs og Þverár ræður merkjum lækur sá, er fellur í svonefndu Merkigili, þar sem það 
er í einu lagi um hjallann neðarlega í fjallshlíðinni, og þaðan ræður bein lína niður að Fnjóská, 
og einnig þaðan bein lína upp í svo nefnda Merkiskál og allt á fjall upp. 
2. Þaðan liggja merkin eftir beinni línu út háfjallið út að svonefndri Innri-Höfðagilsá, og skiftir sú 
lína Skarðslandi, fyrst frá Þúfulandi nokkuð út eftir fjallinu, og síðan frá Vestari-Krókalandi. 
Innri-Höfðagilsá, rennur í svonefndu Innra-Höfðagili, og liggur gil það þvert fyrir botninum á 
svonefndum Skarðsdal, allt uppá fjall það, sem er Vestanvert við dalinn; og skilur áin Skarðsland 
frá Laufáskirkjulandi á fjall upp. 
3. Milli Skarðs og Litlagerðis ræður merkjum lækur sá, er nefndur er Grefilslækur, og sem fellur í 
svonefndu Grefilsgili, frá Fnjóská á fjall upp. Síðan liggja merkin frá Grefilsgilsbotni, eftir beinni 
línu út N háfjallið, út í Skarð það, sem liggur í gegnum fjallið úr Innra-Höfðagilsbotninum, í svo 
nefnda Grýtuskál. 
4. Fnjóská skiftir Skarðslandi frá Laufás og Skuggabjargalöndum 
Þessa ofanskrifaða landamerkjalýsingu, hefi eg undirskrifaður samið eftir bréflegri beiðni herra 
Benedikts Jóhannessonar bónda á Hvassafelli, dags. 10. Júlí 1885, og er hún svo rétt sem eg bezt 
veit og mér hefir verið sagt af hér kunnugum. 
Skarði, 13. Marz 1886 
Jóhann Bessason. 
Samþykkur framanritaðri merkjalýsingu, er eg, eigandi og ábúandi Þverár 
Gísli Ásmundsson. 
Samþykkur framanritaðri merkjalýsingu. Þúfu, Eldjárn Ásmundsson 
Sem umboðsmaður Laufásstaðarlands, Höfðagiljalands og Litlagerðislands, er eg samþykkur 
framanritaðri landamerkjalýsingu Skarðslands. 
Magnús Jónsson. 
Lesið á manntalsþingi að Grýtubakka 8. Júní 1886, og ritað í landamerkjabók Þingeyjarsýslu No 
124. 
B. Sveinsson 
Borgun: Þingl. kr. 0,75 
Bókun kr. 0,25 
kr. 1,00 – Ein króna Borg. B.Sv.