Landamerki.

(Ekki er hægt að opna bók á réttum stað þar sem blaðsíðutal vantar)

Uppskrift
Landamerki. 
Eyrar í Grýtubakkahreppi 
Að vestan ræður Hvalbeinsþúfa á malarkambi, síðan ræður Köðluós að Útmýri, þaðan ræður gamall 
árfarvegur millum Útmýrar og Eyrarhólma norðvestur í á, eftir það ræður áin að Leirubakka, þaðan 
beint stryk úr miðri á í mitt Hvalvatn milli Vatnshóls og Eyrarhöfn; úr Hvalvatni ræður Brekkulækur í 
Hálslæk og Hálslækur í Startjörn, beint á Kríuklöpp, þaðan í Merkjavörðu á syðri röð Þorgeirshöfða; svo 
í Lækjará beint strik á Sjvárbakka austur til í Breiðuvík. 
Björn Bjarnason (eigandi.) 
Framanskrifaða lýsingu samþykkir J. Reykjalín prestr að Þönglabakka 
Eg undirskrifaður er í allan máta samþykkur framskrifaðri landamerkjabók, að því leyti sem mér 
tilheyrir. 
Kaðalstöðum 2. Júní 1886. 
Guðlögur Jónsson 
Framanskrifaðri merkjalýsingu er eg undirskrifaður samþykkur hvað Brekku snertir. 
Höfða, 7. Júní 1886. 
G. Ólafsson. 
Lesið á manntalsþingi að Grýtubakka 8. Júní 1886, og ritað í landamerkjabók Þingeyjarsýslu No 
123. 
B. Sveinsson 
Borgun: Þingl. kr. 0,75 
Bókun kr. 0,25 
kr. 1,00 – Ein króna 
Borg. B.Sv.