Landamerki Hallanda í Svalbarðsstrandarhreppi

(Ekki er hægt að opna bók á réttum stað þar sem blaðsíðutal vantar)

Uppskrift
Landamerki Hallanda í Svalbarðsstrandarhreppi 
Að norðan ræður einstakt sker í sjónum beint upp á klöpp á bakkanum, og svo í vörðu á sérstakri klöpp 
á Langakletti, beint í vörðu á mel fyrir neðan Mjóasund, beint upp í vörðu á Langamel, síðan í vörðu í 
Stekkjarhjalla, þaðan beint upp á brún, rétt sunnan við Dagmálabungu og austur á miðja heiði. 
Að sunnan: Garðstúfur, sem liggur í austur og vestur örskammt fyrir sunnan Hallandstungarð, það hafa 
verið grundvallarlandamerki frá fornri tíð og stefna eður sjónhending úr steini þeim hinum stóra, sem 
stendur vestan við umgetinn garðstúf til þvervesturs að sjó niður; einnig úr sama garði til þverausturs 
í svokallaða Gömlu-Stekkjarborg sunnanverða, og þaðan beinlýnis upp til fjallsbrúnar í syðri enda 
Krossadals og síðan sömu stefnu til vörðulínu, sem er um miðja heiði. 
Að vestan ræður sjórinn. 
Veturliðastöðum, 16. Júním. 1884. 
Sigurður Davíðsson 
Jón Sigfússon (Eigandi Meyarhóls) 
Benedikt Jóhannesson (umsjónarm. 1/3 af Veigast) 
Halldór Eiríksson (í umboði síra Jóns Reykjalíns Þönglabakka) 
Lesið á manntalsþingi að Svalbarði 7. Júní 1886, og ritað í landamerkjabók Þingeyjarsýslu No 
122. 
B. Sveinsson 
Borgun: Þingl. kr. 0,75 
Bókun kr. 0,25 
kr. 1,00 – Ein króna 
Borg B.Sv.