Landamerki Þverár í Hálshreppi.

(Ekki er hægt að opna bók á réttum stað þar sem blaðsíðutal vantar)

Uppskrift
Landamerki Þverár í Hálshreppi. 
1. Landið austan Fnjóskár: 
a. Milli Skarðs og Þverár eru landamerki í Merkigili þar sem það er í einu lagi í miðri hlíð, og 
svo úr því beina stefnu ofan til Fnjóskár, og upp í miðja Merkiskál á fjall upp. 
2. Landið vestan Fnjóskár. 
a. Merkin að utan eru dæl sú og garðbrot, er liggja gengt túngarðinum og gilinu vestan við 
Þverártún, og frá dælinni upp miðjan hnjúk þann í fjallinu, er ýmist nefnist Breiðihnjúkur 
eða Nónhnjúkur, og svo á fjallið upp 
b. Merkin að sunnan eru í miðri láginni Ausu, og þaðan beina stefnu í fjallsbrúnina, suður við 
Náttmálagil, þar með fylgir tiltölulegur hluti af háfjallinu. 
3. Ítak í Almenningi í Flateyjardalsheiði til grasatekju 
, og slægna 
a. Merki hans að sunna er Ytri-Höfðagilsá, þar til gilið klofnar, þá bein stefna til há 
fjallsbrúnar. 
b. Merkin að utan eru Eilífsá meðan hún stefnir beint, en úr því bein 
stefna til há 
brúnarinnar 
4. Samkvæmt afsalsbréfi fyrir Þverárlandi dags. 24. Maí 1843 og makaskiftabréfi dags. 8. Júní 
1844, á jörðin Þverá frían upprekstur milli Miðgils og Mógils í Heiðarhúsalandi á 
Flateyjardalsheiði. 
Þverá, 4. Janúarm. 1883. 
Gísli Ásmundsson 
[Útstrikun gerð með öðrum lit. Ritað með öðrum lit og annarri rithönd] 
Ítökum ekki lýst samkv. áskorun 20.5.´53. Því niður fallin. J. Skaptason 
Ofan og framanskrifaðri merkjalýsingu samþykkir. 
Eigandi Þúfu Eldjárn Ásmundsson. 
Samþykkur vegna Skuggabjarga. Stephán Stephensen (umboðsmaður.) 
Í umboði eigandans að Melum samþykkur Á. Stefánsson 
[Ritað neðanmáls, með sömu rithönd og meginmál] 
*Framanskrifaðri merkjalýsingu er eg samþykkur, sem Laufásprestur Magnús Jónsson 
Í umboði B. Jóhannessonar í Hvassafelli, er eg samþykkur framanskrifaðri landamerkjalýsingu, hvað 
jörðinni Skarði viðvíkur Jóhann Bessason. 
Lesið á manntalsþingi að Hálsi 4. Júní 1886, og ritað í landamerkjabók Þingeyjarsýslu No 
120. 
B. Sveinsson 
Borgun: Þingl. kr. 0,75 
Bókun kr. 0,25 
kr. 1,00 – Ein króna 
Borg. B. Sv. 
Landamerki Hofs í Hálshreppi. 
1. Að utan ræður Urriðalækur frá upptökum beint í Merkivörðu á mölinni og þaðan til sjávar. 
2. Að vestan ræður bein lína frá upptökum Urriðalækjar fyrrnefnda í læk þann er rennur ofan við 
Langhól, og svo þaðan á miðjan Mjóadalshól, frá honum bein stefna eftir brekkunum suður að 
Eyvindaranni. Bæði að utan og vestan er Brettingsstaðaland. 
3. Að sunnan ræður Eyvindará og Dalsá að austan. 
Þverá, 2. Jan. 1884. 
Gísli Ásmundsson (í umboði eiganda.) 
Samþykkur hvað ½ Brettingsstaði snertir 
Stephán Stephensen (umboðsmaður) 
Þessu samþykkur, sem Laufásprestur, það sem snertir Eyvindarárland. 
Magnús Jónsson. 
Lesið á manntalþingi að Hálsi 4. Júní 1886, og ritað í landamerkjabók Þingeyjarsýslu No 
121. 
B. Sveinsson 
Borgun: Þingl. kr. 0,75 
Bókun kr. 0,25 
kr. 1,00 – Ein króna 
Borg. B.Sv.