Uppskrift
Landamerki Garðs í Hálshreppi.
1. Merkin að utan milli Garðs og Austarkróka, eru Uxaskarðsá hin ytri og svo Árbaugsá.
2. Merkin að neðan eða vestan eru Árbaugsá eða Þverá og svo Fnjóská frá Þverá til Ytrihólsmerkja.
3. Að sunnan milli Garðs og Ytrahóls eru merki beint frá Fnjóská í Sandgil, frá því gili um reiðgötur,
beint í merkistein utan og neðan í Geithól, þaðan í miðjan Linghól, þaðan í miðjan Sjónarhól,
þaðan rétt lína yfir Vaðmýri í Hólsá, beint undan Vegarlág í Tungusporði.
4. Að ofan eða austan eru merkin í Grjótá, svo í Gönguskarðsá og Hólsá, fram að Ytrihólsmerkjunum
sem áður eru talin.
Þverá 2. Janúar 1884.
Í umboði eiganda Gísli Ásmundsson
Framanritaðri landamerkjalýsingu eru samþykkir.
Eigandi Austari-Króka Hannes Friðriksson.
Ytrahóls Jón Jónsson, Guðný Sigurðardóttir.
Eftir skriflegri fullmakt, eiganda Draflastaða vegna kirkjulandsins í Gönguskarði
Hannes Friðriksson, Björn Bjarnarson.
Vegna Þverárlandseignar Gísli Ásmundsson
Lesið á manntalsþingi að Hálsi 4. Júní 1886 og ritað í landamerkjabók Þingeyjarsýslu No
119.
B. Sveinsson
Borgun: Þingl. kr. 0,75
Bókun – 0,25
kr. 1,00 – Ein króna
Borg. B.Sv.