Landamerki Ytrahóls í Hálshreppi.
(Ekki er hægt að opna bók á réttum stað þar sem blaðsíðutal vantar)
Uppskrift
Landamerki Ytrahóls í Hálshreppi. 1. Merkin að norðan á milli Ytrahóls og Garðs er beint frá Fnjóská og í Sandgil, frá því, um reiðgötur í stóran stein utan og vestan við Geithól, frá þeim steini í miðjan Linghól, þaðan í miðjan sjónarhól, þaðan beina línu og austur á miðja Vaðsmýri og á Hólsá undan vegalág. 2. Merkin að neðan ræður Fnjóská. 3. Merkin á milli Ytrahóls og Syðrahóls eru beint frá Fnjóská og í vörðu á Undir mírmýribrekku, þaðan í vörðu á Veituholti, þaðan í vörðu sunnan við gröf og þaðan í Snjóbolla. 4. Landinu fyrir ofan Hólsbrún er óskift til beitar á milli jarðanna Ytrahóls og Syðrahóls, en til slægna á Ytrihóll Grafarmýrarnar utan á hálsinum allt fyrir utan Hafragróf og allar Selbrekkurnar fram í gegn og upp í vörður þær, sem eru á Selbrekkubrúnunum frá Hafragróf fram að öxlinni. Hólsdalinn eiga báðar jarðirnar Ytri-Hóll og Syðri-Hóll bæði að austan og vestan. Merki hans eru að norðan Gönguskarðsá frá Hólsá og austur að þrengingum, að austan ræður fjallsbrún fram að gili, sem er gagnvart Mjóadal Að vestan og framan ræður Mjóagilsá og fram til fjalls. Ytra-Hóli, 16. Maí 1886. Eigendur jarðarinnar Jón Jónsson, Guðný Sigurðardóttir. Guðlögur Kristjánsson eigandi Syðrahóls. Vegna eiganda Garðs Gísli Ásmundsson. Vegna eiganda Draflastaðakirkjulands á Gönguskarði Hannes Friðriksson, Björn Bjarnason. Eigandi Finnsstaðadals Kristján Krisjánsson. Lesið á manntalsþingi að Hálsi 4. Júní 1886 og ritað í landamerkabók Þingeyjarsýslu No 117. B. Sveinsson. Borgun: Þingl. kr. 0,75 Bókun kr. 0,25 kr. 1,00 – Ein króna Borg. B.Sv.