Uppskrift
Landamerki Syðrahóls í Hálshreppi.
1. Merkin að norðan á milli Ytra-Hóls og Syðrahóls eru beint frá Fnjóská og á vörðu á
Undirmírbrekku þaðan í vörðu á Veituholti, þaðan í vörðu sunnan við Gröf og þaðan í Snjóbolla
2. Að vestan eru merkin í Fnjóská.
3. Að sunnan eru merkin: á milli Böðvarsness og Syðrahóls ræður Fossá merkjum frá Fnjóská til
fjallsbrúnar.
4. Á milli jarðanna Syðra-Hóls og Ytra-Hóls, er landi óskipt fyrir ofan Hálsbrún til beitar, en til
slægna á Syðri-Hóll allar Axlarmýrarnar austur að vörðu á Selbrekkubrúnum og út að vörðum
við Hafragróf.
5. Hólsdalinn eiga báðar jarðirnar í sameign, bæði að austan og vestan Syðrihóll og Ytrihóll. Merki
hans eru að norðan Gönguskarðsá frá Hólsá og austur að þrengingum. Að austan ræður
fjallsbrún fram að Gili sem er gagnvart Mjóadal. Að vestan eru merkin Mjóadalsá og fram til
fjalls að framan.
Syðrahóli, 16. Maí 1886.
Guðlögur Kristjánsson jarðareigandi.
Jón Jónsson, Guðný Sigurðardóttir, Eigendur Ytrahóls.
Vegna eiganda Draflastaðakirkjulands á Göngurskarði.
Hannes Friðriksson, Björn Bjarnarson.
Vegna eiganda Garðslands Gísli Ásmundsson.
Vegna eigenda Böðvarsness Kristín Sigurðardóttir
Eigandi Finnsstaðadals Kristján Kristjánsson.
Lesið á manntalsþingi að Hálsi 4. Júní 1886, og ritað í landamerkjabók Þingeyjarsýslu No
116.
B. Sveinsson
Borgun: Þingl. kr. 0,75
Bókun kr. 0,25
kr. 1,00 – Ein króna
Borg. B.Sv.