Uppskrift
Landamerki Ness í Hálshreppi.
Að sunnan, þar sem Skógaland tekur við, ræður Breiðagil frá Fnjóská og uppá Ása, og þaðan eftir
Bræðragilslæk uppá brún, þaðan beina stefnu í næsta læk, beint út undan þremur steinum framan í
Miðbrún, og þaðan beint vestur í vörðubrún, er ræður merkjum á heiðinni.
Að utan lind (kölluð merkjalind), er rennur ofan sunnan undir gömlum garðstúf til Fnjóskár, og svo beint
úr áðurnefndri lind í stein þann, sem er í mýrarbolla neðan við efri reiðgötur, og svo þaðan beina stefnu
upp utan við svokallaða Engjalá í vörðu á Ásabrún, þaðan beina stefnu yfir ásana og upp heiðina í vörðu
á neðstu heiðarbrún, síðan beint í vörðu á Miðbrún og vestur til Miðheiðar í áður nefnda vörðulínu.
Veturliðastöðum, 18. maí 1885.
Sigurður Davíðsson.
Fyrir hönd eiganda Ljótsstaða Jóhann Fr. Jóakimsson
Samþykkur fyrir hönd eiganda Jón Sigfússon.
Lesið á manntalsþingi að Hálsi 4. Júní 1886, og ritað í landamerkjabók Þingeyjarsýslu No
114.
B. Sveinsson
Borgun: Þingl. kr. 0,75
Bókun kr. 0,25
kr. 1,00 – Ein króna
Borg. B.Sv.